20.11.2024
Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti menntastefnu sveitarfélagsins á fundi sínum 13. nóvember s.l. Stefnan hafði áður fengið umfjöllun í Fræðslunefnd.
Menntastefna er framtíðarsýn og viljayfirlýsing sveitarfélagsins í skóla- og frístundamálum. Hún sýnir hvaða gildum skólar sveitarfélagsins vinna eftir og hvaða áherslur skulu hafðar að leiðarljósi. Gildin eru vellíðan, hamingja, samfélagsleg ábyrgð, sjálfbærni, metnaður og samvinna. Undirmarkmið stefnunnar eru læsi í víðum skilningi, sköpun og samstarf.
Skólar sveitarfélagsins eru Grunnskólinn Höfðaskóli, Leikskólinn Barnaból og Tónlistarskóli Austur Húnvetninga.
Hægt er að kynna sér menntastefnuna hér.
07.11.2024
SSNV, samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa laust til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra í málefnum farsældar á Norðurlandi vestra. Um er að ræða starf til tveggja ára sem ætlað er að vinna að markmiðum samnings SSNV við ráðuneyti mennta- og barnamála. Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember n.k.
Upplýsingar um starfið má sjá í auglýsingu á alfred.is og nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir, sigga@mognum.is
10.10.2024
Unnið er að því að gera heimasíðuna notendavænni og einfaldari. Meðal annars eru komnar inn upplýsingar um móttöku rafrænna gagna og trúnaðarupplýsinga, rafrænar umsóknir til félagsþjónustu og rafrænar tilkynningar til barnaverndar. Ekki eru öll eyðublöð félagsþjónustunnar orðin rafræn ennþá og er hægt að hlaða þeim niður, fylla þau út og vista í tölvunni sinni og senda svo rafræn í gegnum Signet transfer.
Á næstu vikum verður unnið að frekari umbótum á síðunni.
12.09.2024
Í dag tók Dagný Rósa Úlfarsdóttir formlega við lyklavöldum sem fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu af Þórdísi Hauksdóttur.
Þórdísi eru þökkuð vel unnin störf síðustu ár sem fræðslustjóri og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
07.08.2024
Laus er staða við ræstingar í sameign Hnitbjarga á Blönduósi og á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún.
18.06.2024
Nú hefur forvarnarverkefni Norðurlands vestra litið dagsins ljós. Markmið verkefnisins var að búa til sameiginlega forvarnaráætlun fyrir Norðurland vestra til fjögurra ára sem myndi stuðla að farsæld og forvörnum allra barna á svæðinu.
22.12.2023
Skrifstofa Félags- og skólaþjónustu A-Hún er lokuð 27. – 29. desember.
Á opnunartíma má hafa samband við:
Söru Lind félagsmálastjóra sími 8654863, netfang sara@felahun.is
Þórdísi Hauksdóttur fræðslustjóra sími 6615812, netfang thordis@felahun.is
Í neyðartilvikum og utan skrifstofutíma hringið í 112.