- Félags- og skólaþjónusta A-Hún
- Helstu hlutverk
- Hafa samband
Nýlega úthlutaði Rannsóknasjóður KÍ styrkjum úr sjóði sínum. Á meðal styrkhafa er Sara Diljá Hjálmardóttir, skólastjóri Höfðaskóla á Skagaströnd með verkefnið Samvinnudagar nemenda á unglingastigi en skólanum er úthlutað 830.000 kr. Til hamingju Sara Diljá og Höfðaskóli með styrkinn.
Alls bárust þrettán umsóknir og sótt var um samtals tæpar fimmtán milljónir króna. Sjö verkefni hlutu styrk í ár og nam heildarfjárhæð styrkja 6.992.000 króna, en sjóðurinn hefur sjö milljónir króna til úthlutunar.