Staða aðgerða gegn ofbeldi meðal barna

Á vef Stjórnarráðsins má sjá frétt um að aðgerðahópur vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum hefur nú skilað fyrstu stöðuskýrslu um innleiðingu aðgerða. Aðgerðunum er ætlað að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi.