Fréttir

Uppfærsla á heimasíðu

Unnið er að því að gera heimasíðuna notendavænni og einfaldari. Meðal annars eru komnar inn upplýsingar um móttöku rafrænna gagna og trúnaðarupplýsinga, rafrænar umsóknir til félagsþjónustu og rafrænar tilkynningar til barnaverndar. Ekki eru öll eyðublöð félagsþjónustunnar orðin rafræn ennþá og er hægt að hlaða þeim niður, fylla þau út og vista í tölvunni sinni og senda svo rafræn í gegnum Signet transfer. Á næstu vikum verður unnið að frekari umbótum á síðunni.