- Félags- og skólaþjónusta A-Hún
- Helstu hlutverk
- Hafa samband
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið stendur fyrir vitundarvakningu um félagslega einangrun undir yfirskriftinni Tölum saman. Með því vill ráðuneytið vekja athygli almennings á því hve alvarleg félagsleg einangrun getur verið og hvernig við getum öll verið hluti af lausninni.
Félagsleg einangrun hefur aukist hjá öllum aldurshópum um allan heim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir hana sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. Félagsleg einangrun er líka mun algengari en fólk grunar.
Einn af hverjum þrem fullorðinna er félagslega einangraður.
Félagsleg einangrun eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, og heilabilun.
Félagsleg einangrun eykur líkur á þunglyndi og kvíða.
Félagsleg einangrun eykur líkur á ótímabærum dauða.
Vissir þú að þú getur hjálpað?
(af heimasíðu Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um félagslega einangrun)