20.12.2021
Starfsfólk Félags- og skólaþjónustu A-Hún óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
07.10.2021
Starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu taka nú þátt í þróunarverkefninu Lærdómssamfélagið í A-Hún. sem Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði og er markmiðið að efla faglegt samstarf, starfsþróun og gagnvirkt nám og skapa menningu sem hvetur og viðheldur stöðugu námi meðal starfsfólks leik- og grunnskóla til að efla nám nemenda.
07.10.2021
Lausar eru til umsóknar 2 íbúðir í Hnitbjörgum á Blönduósi. Hnitbjörg er kjarni tíu íbúða fyrir aldraða í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða tveggja herbergja íbúðir. Önnur þeirra er á 1. hæð, útgengt er í sólskála og út á verönd. Hin er á 2. hæð, útgengt er í sólskála.
19.08.2021
Félags- og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu í gær 2 ára samning. Samningurinn lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu ásamt auknu samstarfi við barnavernd á svæðinu.
06.08.2021
Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ráðning er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
11.03.2021
Skrifstofa Félags- og skólaþjónustu A-Hún. er lokuð í dag vegna ófærðar og veðurs.