- Félags- og skólaþjónusta A-Hún
- Helstu hlutverk
- Hafa samband
Þjónusta eftir stigum Leikskólinn Barnaból 2023 – 2024
Fyrsta stigs þjónusta felur í sér alla grunnþjónustu sem er aðgengileg öllum börnum og foreldrum. Þá tilheyra fyrsta stigi úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og snemmtækur stuðningur með það að markmiði að styðja við farsæld barna. Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum. Snemmtækur stuðningur er veittur og fylgt eftir á markvissan hátt.
Dæmi: Ung- og smábarnavernd, leikskóli, grunnskóli, almenn heilbrigðisþjónusta ofl.
Verkferlar og skimanir á fyrstastigi
Undir annars stigs þjónustu
falla öll úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og markviss stuðningur með það að markmiði að tryggja farsæld barna. Einstaklingsbundinn og sérhæfðri stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns.
Dæmi: Sérkennsla í skóla, einstaklingsbundinn stuðningur við barn, færniþjálfun ofl.
Talmeinaþjónusta Tröppu
Sálfræðiþjónsuta:
Tilvísanir til annarra sérfræðinga og stofnanna
3. Stig
Á þriðja stig falla öll þau úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur með það að markmiði að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns.
Dæmi: Innlögn á sjúkrahús eða meðferðarstofnun, greining hjá sérfræðingum t.d. Ráðgjafar- og greiningarstöð, barnaverndarþjónusta ofl.