Stuðningur við börn og fjölskyldur 1-6 ára *Barnaból - Skagaströnd
Fyrsta stigs þjónusta
- Hún felur í sér alla grunnþjónustu sem er aðgengileg öllum börnum og foreldrum.
- Þá tilheyra fyrsta stigi úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og snemmtækur stuðningur með það að markmiði að styðja við farsæld barna.
- Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum.
- Snemmtækur stuðningur er veittur og fylgt eftir á markvissan hátt.
- Dæmi: Ung- og smábarnavernd, leikskóli, grunnskóli, almenn heilbrigðisþjónusta ofl.
Verkfæri í fyrstu stigs þjónustu:
- 2 - 6 ára TRAS – Skráning á málþroska ungra barna
- 2 - 3 ára Orðaskil – Athugun á orðaforða ungra barna
- 2,5 árs Brigance – Samstarf við heilsugæsluna
- 4 ára Gerd Strand – Mat á stöðu 4 ára nemanda
- 4 ára Peds – Samastarf við heilsugæsluna
- 5 - 6 ára HLJÓM- 2 – Athugun á hljóð- og málvitund leikskólabarna
Annars stigs þjónusta
- Undir þá þjónustu falla öll úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og markviss stuðningur með það að markmiði að tryggja farsæld barna.
- Þar er einstaklingsbundinn og sérhæfðri stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns.
- Dæmi: Sérkennsla í skóla, einstaklingsbundinn stuðningur við barn, færniþjálfun o.fl.
Talmeinaþjónusta Tröppu:
- Málþroskamat
- Framburður
- Stam
- Raddvandamál
- Nefmæli
- Fyrirlestur, fræðsla og námskeið.
Sálfræðiþjónusta:
- Mat á vitsmunaþroska
- ADHD greiningar
- Ráðgjöf til foreldra
- Viðtöl við börn
Tilvísanir til annarra sérfræðinga og stofnanna:
- Iðjuþjálfun:
- Fínhreyfimat
- Ráðgjöf til starfsfólks skóla, foreldra og barna
- Félagsþjónustan/Barnavernd:
- PMTO – foreldrafærniþjálfun
- Liðveisla
- Stuðningsfjölskyldur
- Tilsjón
- Fjölskylduráðgjöf
Þriðja stigs þjónusta
- Á þriðja stig falla öll þau úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur með það að markmiði að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin.
- Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns.
- Dæmi: Innlögn á sjúkrahús eða meðferðarstofnun, greining hjá sérfræðingum t.d. Ráðgjafar- og greiningarstöð, barnaverndarþjónusta o.fl.
- Aðstoð og ráðgjöf við val á stoðtækjum
- Iðjuþjálfun fyrir börn með hreyfihömlun
- Ráðgjöf til foreldra fatlaðra barna
- Barnaverndarúrræði
- Úrræði í málefnum fatlaðra