Lærdómssamfélag í Austur Húnavatnssýslu

Starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu taka nú þátt í þróunarverkefninu Lærdómssamfélagið í A-Hún. sem Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði og er markmiðið að efla faglegt samstarf, starfsþróun og gagnvirkt nám og skapa menningu sem hvetur og viðheldur stöðugu námi meðal starfsfólks leik- og grunnskóla til að efla nám nemenda.

Haldið var hálfsdags námskeið í ágúst á TEAMS en síðari hluti námskeiðs var haldið í Blönduskóla þann 6. október síðastliðinn. Kennarar og starfsmenn skóla munu starfa í lærdómssamfélagsteymum þvert á alla skóla í vetur þar sem unnið verður út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna. Áætlað er að halda uppskeruhátíð með öllu starfsfólki skólanna vorið 2022.

Frá námskeiði 6. október 2021

 

Frá námskeiði 6. október 2021