- Félags- og skólaþjónusta A-Hún
- Helstu hlutverk
- Hafa samband
Á heimasíðu Stjórnarráðsins má sjá frétt um að norrænni vitundarvakningu undir yfirskriftinni Meinlaust hafi verið hleypt af stokkunum. Markmið vitundarvakningarinnar er að auka vitund almennings gagnvart öráreiti í garð jaðarhópa eins og kvenna, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna. Hún byggir á íslenskri vitundarvakningu frá árinu 2022 sem ákveðið var að láta þýða og aðlaga fyrir öll Norðurlöndin. Á heimasíðu Stjórnarráðsins má lesa nánar um hvað öráreiti er.
Vitundarvakningin er birt undir formerkjum Norrænu ráðherranefndarinnar og var vinna við hana leidd af fulltrúum Íslands í norrænni embættismannanefnd á sviði kynja- og hinseginjafnréttis.