- Félags- og skólaþjónusta A-Hún
- Helstu hlutverk
- Hafa samband
Sameiginlegur starfsdagur leikskólanna í Húnavatnssýslum og Strandabyggð var haldinn í Húnavallaskóla föstudaginn 11. október. Starfsdagurinn markar upphaf að þróunarverkefni skólanna „Færni til framtíðar“. Í uppafi verkefnisins er áhersla lögð á að kynna hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir starfsfólki skólanna og hvernig hægt sé að nýta hana bæði í starfi og einkalífi. Markmiðið er að starfsfólk öðlist aukna færni í að vinna með mannlega hegðun og hafa áhrif á börn, nærumhverfi.
Jákvæð sálfræði (positive psychology) er vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum hliðum mannsins eins og styrkleikum, vellíðan og hamingju og finna leiðir til að efla líðan enn frekar.
Við fengum til okkar frábæra fyrirlesara þar sem áherslan var lögð á að kenna hvernig við náum fram því besta í okkur sjálfum og hvernig það hjálpar okkur í öllum samskiptum.
Helga Marín Bergsteinsdóttir, MSc. í heilsuþjálfun og kennsluréttindum, Diplóma í jákvæðri sálfræði, ACC markþjálfi og NLP ráðgjafi.
Helga Malrín flutti fyrirlesturinn „Þú ert það sem þú hugsar“.
Þar sem hún fékk þátttakendur til kynnast eigin styrkleikum og þeim fjársjóði sem býr innra með þeim. Einnig fengu þátttakendur að upplifa mátt hugans og hvernig virkja megi þann kraft til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og öflugt sjálfstraust.
Jón Halldórsson er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi.
Jón flutti fyrirlesturinn „Jákvæð samskipti“
Þar sem farið var yfir það hvernig hægt er að auka færni okkar í að skilja aðra samstarfsfélaga, hvaðan þeir koma og hvernig þeirra "gildi" móta daglega hegðun þeirra.
Hvernig byggjum við upp jákvæða samskiptamenningu innan vinnustaðar.
Skemmtilegir og fræðandi fyrirlestrar þar sem jákvæðni og gleði ríkti,
Guðrún Lára Magnúsdóttir
Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir
Jóhanna G: Jónasdóttir
Lilja Guðlaug Ingólfsdóttir
Sigríður B. Aadnegard
Skólastjórnendur leikskólanna