- Félags- og skólaþjónusta A-Hún
- Helstu hlutverk
- Hafa samband
Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti menntastefnu sveitarfélagsins á fundi sínum 13. nóvember s.l. Stefnan hafði áður fengið umfjöllun í Fræðslunefnd.
Menntastefna er framtíðarsýn og viljayfirlýsing sveitarfélagsins í skóla- og frístundamálum. Hún sýnir hvaða gildum skólar sveitarfélagsins vinna eftir og hvaða áherslur skulu hafðar að leiðarljósi. Gildin eru vellíðan, hamingja, samfélagsleg ábyrgð, sjálfbærni, metnaður og samvinna. Undirmarkmið stefnunnar eru læsi í víðum skilningi, sköpun og samstarf.
Skólar sveitarfélagsins eru Grunnskólinn Höfðaskóli, Leikskólinn Barnaból og Tónlistarskóli Austur Húnvetninga.
Hægt er að kynna sér menntastefnuna hér.