- Félags- og skólaþjónusta A-Hún
- Helstu hlutverk
- Hafa samband
Námskeiðið "Öflug liðsheild ", traust á vinnustað og jákvæð vinnustaðamenning þar sem allir taka ábyrgð á eigin hegðun og frammistöðu eru grunnforsendur þess að vinnustaðir nái settu marki. Var haldið á Blönduósi þann 5.september 2022. Allt starfsfólk grunnskólanna í Húnavatnssýslum sat námskeiðið í blíðskapar veðri. Rétt um 80 manns sátu námskeiðið.
Félags og skólaþjónustan sá um utanumhald vegna námskeiðins að ósk skólastjórnenda og fékk Sigríði Indriðadóttur til að halda það. Hún er menntuð í mannauðsstjórnun og býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar. Hún hefur starfað sem forstöðumaður mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti ohf. Eins þjálfaði hún fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í fimm ár.
Góður vinnustaður byggir á góðum samskiptum, árangursríkri hegðun og góðri frammistöðu allra starfsmanna. Þeir þurfa að vinna sem liðsheild og stefna saman að þeim markmiðum sem sett eru. Stundum er samt eins og eitthvað sé að hindra okkur þegar kemur að vinnustaðarmenningu og árangri og ein hindrun á vinnustöðum getur falist í meðvirkni mynstrum sem hafa skapast. Á námskeiðinu fór Sigríður yfir hvernig þetta spilar allt saman og einnig áhrif meðvirkni á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi. Kynntar voru til leiks einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að ryðja hindrunum úr vegi og byggja upp enn betri vinnustað þar sem hver og einn fær notið sín. Þátttakendur voru leiddir áfram í því verkefni að líta inn á við og setja sjálfa sig í samhengi við starf sitt, árangur, öflugri liðsheild og enn betri vinnustaðarmenningu. Sigríður Indriðadóttir hefur leitt og tekið þátt í umfangsmiklum og flóknum stjórnunar verkefnum sem felast í umbyltingu á rekstri og fyrirtækjamenningu og er því vön að takast á við þær síbreytilegu áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk glíma við dag frá degi. Sigríður vinnur markvisst með árangursstjórnun sem felur í sér uppbyggingu á öflugri og hvetjandi vinnustaðarmenningu sem stuðlar að vellíðan, vexti og árangri starfsfólks.