Málþing um fyrstu þrjú ár innleiðingar farsældarlaganna

Farsæld til framtíðar - málþing um fyrstu þrjú ár innleiðingar farsældarlaganna fór fram á Grandhótel mánudaginn 27. janúar síðastliðinn. Um 160 gestir mættu í sal og um 700 fylgdust með í streymi. Á málþinginu var farið yfir fyrstu þrjú ár innleiðingar laganna hjá hinum ýmsu stofnunum og sveitarfélögum sem hafa hlutverk samkvæmt farsældarlögunum en einnig var horft til framtíðar.  Mennta- og barnamálaráðuneytið og Barna - og fjölskyldustofa stóðu fyrir málþinginu sem þótti afar vel heppnað.

Upptöku af málþinginu má sjá hér.