Landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Í gær, 20. febrúar, fór fram opið samráðsþing um landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.  Landsáætlunin inniheldur 60 aðgerðir oog er liður í innleiðingu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og var samþykkt á Alþingi 2024.  Markmiðið er að fatlað fólk geti notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við annað fólk.

Hér má nálgast áætlunina og frekari upplýsingar.