- Félags- og skólaþjónusta A-Hún
- Helstu hlutverk
- Hafa samband
Til hamingju með daginn starfsfólk Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga!
Í dag, 7. febrúar fögnum við degi tónlistarskólans. Í Austur-Húnavatnssýslu höfum við öflugan tónlistarskóla sem Sveitarfélagið Skagaströnd rekur. Í skólanámskrá Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu segir að tónlistin sé óaðskiljanlegur hluti af menningararfi þjóðar og tónlistarnám eigi að vekja ánægju og örva nemendur til að iðka tónlist og njóta hennar. Tónlistarskóli skuli vera opinn fyrir alla og sinni almennu tónlistaruppeldi. Tónlistarskólinn þurfi því að uppfylla mismunandi kröfur, vera fyrir nemendur sem vilja læra einungis sér til skemmtunar og fyrir nemendur sem vilja undirbúa sig fyrir frekara tónlistarnám. Tónlistarnám þjálfi nemendur í öguðum vinnubrögðum, bæti sjálfsímynd og árangur í almennu námi. Hlutverk tónlistarskóla sé að stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á hana og njóta hennar sem og að búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur og að stuðla að auknu tónlistarlífi í héraðinu.
Við erum stolt af okkar tónlistarskóla og því starfi sem hann vinnur með sínum nemendum.