Unnið er að því að gera heimasíðuna notendavænni og einfaldari. Meðal annars eru komnar inn upplýsingar um móttöku rafrænna gagna og trúnaðarupplýsinga, rafrænar umsóknir til félagsþjónustu og rafrænar tilkynningar til barnaverndar. Ekki eru öll eyðublöð félagsþjónustunnar orðin rafræn ennþá og er hægt að hlaða þeim niður, fylla þau út og vista í tölvunni sinni og senda svo rafræn í gegnum Signet transfer.
Á næstu vikum verður unnið að frekari umbótum á síðunni.
Í dag tók Dagný Rósa Úlfarsdóttir formlega við lyklavöldum sem fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu af Þórdísi Hauksdóttur.
Þórdísi eru þökkuð vel unnin störf síðustu ár sem fræðslustjóri og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Á fundi stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún föstudaginn 16. ágúst 2024 var samþykkt að ráða Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur í starf fræðslustjóra.Í framhaldi af uppsögn fræðslustjóra Þórdísar Hauksdóttur, 26. júní .sl. samþykkti stjórn byggðasamlagsin...